Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar Garðabæ við áformum um hesthúsahverfi á Álftanesi. „Tillagan nær til mögulegrar endurbyggingar mannvirkja á félagssvæðinu, félagsheimilis, reiðskemmu, byggingu nýrra hesthúsa og reiðsvæðis,“ segir í umfjöllun heilbrigðisnefndar sem bendir á að svæðið liggi mjög nálægt áformuðu 75 íbúða hverfi

„Líkur á að nærliggjandi íbúðabyggð sem áform eru um að reisa verði fyrir lyktarvandamálum og öðru ónæði vegna umsvifa á og við hesthúsasvæðið eru miklar. Þá fylgir hugsanlega slysahætta vegna nálægðar útivistarsvæðis og leiksvæðis barna við hesthúsahverfið. Einnig er hætta á að hross geti orðið fyrir óæskilegum truflunum vegna nærliggjandi byggðar, svo sem um áramót.