Vegna rigninga­tíðar undan­farinna daga er há vatns­staða í mörgum ám og lækjum. Þetta kemur fram á vef Veður­stofu Ís­lands.

Spáð er tals­verðri úr­komu með auknu af­rennsli víða um land á Sunnu­dag.

Ferða­fólk til dæmis á há­lendinu, Snæ­fells­nesi, Suður­landi og Suð­austur­landi beðið um að sýna sér­staka að­gát við vatns­föll og vöð.