Varað hefur verið við gasmengun vestan við gosstöðvarnar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á suðurnesjum en viðbragðsaðilar funduðu í dag klukkan 08:30.

Yngri en 12 ára vísað frá

Gossvæðið er opið en foreldrum með börn yngri en 12 ára verður vísað frá svæðinu af öryggisástæðum.

Gætt geti gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið. Veður við gosið sé heldur millt en suðaustan og austan 5-10 m/s séu við gosstöðvarnar. Hiti verði í kringum 10-12 stig fram eftir degi.

Í skilaboðum veðurstofu koma fram ákveðin öryggisatriði sem vert er að hafa í huga:

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan

Gosið sé mögulega búið

Svo virðist vera að gosið sé í rénun eins og stendur en talið var mögulegt að hægt yrði að lýsa yfir goslokum nú morgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti á facebook síðu sinni tölur sem sýndu að hraunrennsli úr gosinu væri komið í algert lágmark en ekki væri hægt að segja til um hvort um gosið væri komið í dvala eða með öllu búið.