Varað hefur verið við flóð­bylgjum á Nýja Sjá­landi í kjöl­far jarð­skjálfta að stærð 8,1 nærri Kerma­dec eyjunum sem eru í um 800 til 1.000 kíló­metrum norður af Nýja Sjá­landi. Í er­lendum miðlum segir að einnig hafi verið gefnar út slíkar við­varanir á Hawa­ii og á Samóa­eyja­klasanum. Fjallað er um málið á NZ Herald.

Al­manna­varnir Nýja Sjá­lands hafa beðið íbúa á sumum svæðum að koma sér hærra á yfir­borð jarðar. „Ekki vera heima,“ segir í leið­beiningum al­manna­varna.

Jarð­skjálftinn var sá þriðju sem hefur mælst á svæðinu á skömmum tíma. Hér að neðan má sjá færslu þar sem er farið yfir rýmingar­svæði og þar er talin sér­stök hætta á á­kveðnum svæðum sem má sjá á myndunum.

We are aware many people are experiencing issues accessing our website - restoring this for you is our priority. While...

Posted by HB Civil Defence Emergency Management Group on Thursday, 4 March 2021