Lög­reglan á Austur­landi varar við því að fólk hoppi í ár á Austur­landi en tals­vert vatns­magns er nú í þeim vegna leysinga.

Í til­kynningu frá lög­reglunni er sér­stak­lega talað um Ey­vindar­á á Egils­stöðum en þar er mikið blíð­viðri núna og áin er gjarnan notuð til kælingar og leiks á góð­viðris­dögum.

Lög­reglan telur slíkt sér­stak­lega vara­samt á meðan þessi staða er uppi.

Lög­reglan hvetur for­eldra til að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki í ána eins og sakir standa.