Lög­reglan á Vest­fjörðum varar við mögu­legum skriðu­föllum og flóðum á lands­hlutanum í úr­hellinu sem er spáð þar í dag. Fólk er hvatt til að huga að niður­föllum til að forðast vatns­tjón.

Gul við­vörun tók gildi á Vest­fjörðum nú klukkan 13 vegna mikils hvass­viðris. Við­vörunin verður í gildi til klukkan 20 annað kvöld og verður tals­verð rigning og vaxandi norð­austan­átt í dag og á morgun. Búist er við auknu af­rennsli og vatna­vöxtum í ám og er vatns­rennsli í Hva­lá þegar orðið mjög mikið.

Við þessar að­stæður er mikil hætta á skriðum og brjót­hruni í bröttum hlíðum en víða liggja vegir um slík svæði. Árið 2014 féll aur­skriða sem lokaði veginum milli Ísa­fjarðar og Hnífs­dals í miklum rigningum.

Lög­reglan á Vest­fjörðum birti í dag ítrekun á við­vörun Veður­stofu Ís­lands. Þar er tekið fram að aukið álag verði á frá­veitu­kerfi á Vest­fjörðum vegna rigninganna og fólk því hvatt til að huga að niður­föllum til að forðast vatns­tjón.

Ítrekun á viðvörun Veðurstofu Íslands Spáð er talsverðri úrkomu á Vestfjörðum, Ströndum í dag og á morgun. Vaxandi...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Thursday, July 16, 2020