Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin varar við nýju af­brigði af Co­vid-19 sem stofnunin segir að sé mest smitandi af öllum þeim undir­af­brigðum sem hafi verið greind hingað til. The Daily Mail greinir frá.

Af­brigðið XBB.1.5 hefur hlotið viðurnefnið „The Kra­ken“ sem er til­vísun í áttarma sjávar­skrímsli, hefur náð tals­verðri fót­festu í Banda­ríkjunum. Talið er að tæp­lega sjö­tíu prósent af nýjum smitum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti vegna far­aldursins séu af þessu nýja af­brigði.

XBB.1.5 hefur einnig náð til Bret­lands og fer um landið eins og storm­sveipur, sem gefur til kynna að það hafi mikið vaxtar­for­skot á aðra stofna veirunnar.

Það sem veldur mestum á­hyggjum varðandi nýja undir­af­brigðið er hversu hratt það hefur breiðst út um bæði Banda­ríkin og Bret­land, en ný töl­fræði al­þjóð­lega gagna­bankans GISA­ID bendir til þess að tæp­lega átta prósent nýrra til­fella af Co­vid-19 í Bret­landi á síðustu tveimur vikum séu af þessu nýja af­brigði.

Talið er að tæplega sjötíu prósent af nýjum smitum á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem verst hafa orðið úti vegna faraldursins séu af þessu nýja afbrigði.
Fréttablaðið/Getty Images

Dr Maria Van Kerk­hove, far­alds­fræðingur hjá Al­þjóða­mála­heil­brigðis­stofnun, segist hafa miklar á­hyggjur af þessari öru út­breiðslu nýja af­brigðisins.

„Á­hyggjurnar byggjast aðal­lega á hversu bráðsmitandi nýja af­brigðið er. Því meira sem af­brigðið dreifist því meiri líkur eru á því að það fái tæki­færi til að stökk­breytast,“ segir Van Kerk­hove. Þá hafi sér­fræðingar einnig miklar á­hyggjur af því að stökk­breytingin hafi þegar átt sér stað og sé þess valdandi að fólk smitist frekar, þrátt fyrir fyrri sýkingar og bólu­setningar.

Sam­kvæmt Banda­rísku smit­sjúk­dóma- og of­næmis­stofnunni er stofn af­brigðisins XBB.1.5 or­sök allt að fjöru­tíu prósent smita í Banda­ríkjunum á landsvísu, en sí­fellt fleiri greinast á degi hverjum með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið og spítala.

XBB.1.5. hefur greinst víða um heim, meðal annars í Frakk­landi, Þýska­landi, Hollandi, Spáni, Ír­landi, Ástralíu, Singa­por­e og Ind­landi.