Samtök astmasjúklinga í Bandaríkjunum vara eindregið við því að fólk andi að sér vetnisperoxíði til að meðhöndla Covid-smit. Á samfélagsmiðlum hefur fólk birt myndskeið sem sýna það anda að sér vetnisperoxíðúða og er það nýjasta dæmið um vanhugsaðar tilraunir fólks í baráttunni við Covid.

Til þess að anda að sér úðanum er hann settur í tæki sem astma­sjúk­lingar nota. Tækið breytir lyfjum í vökva­formi í mistur svo anda megi þeim að sér.

Tækið breytir lyfjum í vökva­formi í mistur svo anda megi þeim að sér.
Mynd/Flickr

„EKKI setja vetnisperoxíð í úðara og anda því að þér. Þetta er hættulegt!“ segir í tilkynningu á vef Asthma and Allergy Foundation of America sem segja þetta mikið áhyggjuefni.

„Notið einungis asmtalyf sem ávísuð eru af lækni í úðarann þinn. Önnur efni geta verið skaðleg fyrir lungun þín.“

Vetnisperoxíð er sótthreinsandi efni sem notað er til að hindra sýkingar í minni háttar sárum. Það er einnig notað sem tannhvíttunarefni í tannkremi og finna má það í mörgum hreinlætisvörum. Ef fólk innbyrðir efnið í of miklu magni getur það verið eitrað.

Ast­hma and Aller­gy Founda­tion of America varar ein­dregið við notkun vetnisper­oxíðs gegn Co­vid-19.
Mynd/AAFE