Mat­væla­stofnun varar við neyslu á einni fram­leiðslu­lotu af Sól­gæti kjúk­linga­baunum með upp­runa frá Tyrk­land sem Heilsa flytur inn vegna skor­dýra (bjöllur) sem hafa fundist í pokanum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Lyfju

„Fyrir­tækið hefur hafið inn­köllun á kjúk­linga­baununum í sam­ráði við Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur. Mat­væla­stofnun fékk upp­lýsingar um vöruna frá inn­flytjanda sem hafði fengið upp­lýsingar frá neytanda sínum og til­kynnt á­fram til birgja í Evrópu,“ segir í til­kynningu Lyfju.

Sól­gætið er meðal annars dreift í Heilsu­húsin, Fjarðar­kaup, Kaup­fé­lag Vestur-Hún­vetninga, Mela­búðin, Sam­kaup, Nettó.

Við­skipta­vinum sem hafa keypt ofan­greinda vöru er bent á að hafa sam­band við Heilsu í net­fangið heilsa@heilsa.is eða í síma 533-3232.