Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra klukkan 22 í kvöld þar sem spáð er norðan 10 til 15 m/s með snjókomu, skafrenningi og slæmu skyggni.

Þá mun gul viðvörun gilda á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 3 eftir miðnætti fram að hádegi. Má þar búast við 10 til 18 m/s, hvassast við ströndina, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni.

Í báðum landshlutum gæti færð spillst vegna veður, einkum á fjallvegum. Lægir víðast hvar á landinu annað kvöld og léttir til en frystir um landið norðvestanvert.