Bruna­varnir Ár­nes­sýslu vara við hættu á gróður­eldum nú þegar lands­menn skjóta upp flug­eldum til að fagna nýju ári. Veður­far hefur verið með þurrasta móti sem skapar mikla hættu á slíkum eldum. Bruna­varnir Ár­nes­sýslu vilja því á­rétta að fólk sýni ýtrustu var­kárni nú um ára­mótin við notkun á flug­eldum og með­ferð elds þar sem einungis lítinn neista þarf til að kveikja mikið bál.

Ein­stak­lega þurrt er nú á Suður­landi og gróður mjög þurr. Lítið þarf því til að koma af stað gróður­eldum sem getur valdið mikilli eyði­leggingu á gróðri, dýra­lífi og jafn­vel stefnt mönnum og mann­virkjum í voða.

Nauð­syn­legt sé að hafa í huga að skjóta ekki upp flug­eldum á stöðum þar sem hætta er á að glóð eða eldur geti farið í gróður og kveikt gróður­elda.

Bruna­varnir Ár­nes­sýslu beina þeim til­mælum til fólks að hafa við höndina slökkvi­tæki, garð­slöngu, eða vatns­fötur með vatni við notkun flug­elda svo bregðast megi skjótt við ef eldur fer í gróður.

Í nótt kviknuðu gróður­eldar á höfuð­borgar­svæðinu og sam­kvæmt lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu eru flug­eldar að öllum líkindum söku­dólgurinn.

Veður til flug­elda­sprenginga í kvöld verður með besta móti víðast hvar um landið í kvöld. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnars­­son veður­­fræðingur á Frétta­blaðinu og Hring­braut. Út­lit er fyrir að vindar hindri að svif­ryksmengun, sem er fylgi­fiskur flug­eldanna, sitji eftir.

Þó gæti hún orðið nokkur við Eyja­fjörð þar sem logn verður. „Vindurinn verður yfir­­­leitt austan­­stæður, skyggni gott, úr­­komu­­laust en kalt. Mér sýnist þó að hitinn gæti lafað yfir frost­­marki við sjóinn sunnan og vestan til“, segir hann.