Veður­stofa Ís­lands hefur varað við mögu­legri gasmengun við Múla­kvísl, sér­stak­lega ná­lægt jaðri Mýr­dals­jökuls. Talið er að jarð­hita­vatn undan jöklinum sé nú að leka í ána en því getur fylgt gasmengun sem getur verið hættu­leg fólki.

Sam­kvæmt náttúru­vá­r­sér­fræðingi Veður­stofu Ís­lands er ekki vitað hvort gasmengun sé nú á svæðinu en við­vörun Veður­stofunnar var send út vegna þess að raf­hleðni í ánni hefur farið vaxandi. Það bendir til þess að jarð­hita­vatn sé að leka í ánna og við það geti mengunin orðið mikil. Hún verði þó mest þegar jökul­hlaup verður á svæðinu en engar blikur eru á lofti um að hlaup verði á næstunni.

Síðustu daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið hægt vaxandi og talið er að jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sé að leka í...

Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, July 8, 2020

Veður­stofunni hafa þegar borist til­kynningar frá veg­far­endum á svæðinu um aukna brenni­steins­lykt og segir stofnunin mikil­vægt að ferða­menn á svæðinu við austan­verðan Mýr­dals­jökul séu með­vitaðir um hættuna á mögu­legri gasmengun. „Það er aðal­lega að fólk þarna viti af þessu og sé ekki að fara í miklar lægðir í lands­laginu og alls ekki í hella,“ segir sér­fræðingur Veður­stofunnar í sam­tali við Frétta­blaðið. Á slíku stöðum safnist gasið saman, sé það til staðar á svæðinu, og getur þá verið stór­hættu­legt mönnum.

Að­stæður þessar við Múla­kvísl og jaðar Mýr­dals­jökuls eru nánast ár­legar og myndast um hásumur þegar mikill jökul­ís bráðnar. Jarð­hiti á á­kveðnum svæðum undir jöklinum gerir það að verkum að vatn safnast saman undir sig­kötlum. Vatnið finnur sér loks leið þaðan og út í jökul­árnar. Jökul­hlaup eru því al­geng á svæðinu en vatnið nú hefur fundið sér stöðugri leið út í jökul­árnar og lekur það því fremur hægt þangað.

Vegna þess að vatn hljóp út öllum helstu sig­kötlum á vatna­sviði Múla­kvíslar í fyrra er ekki búist við því að upp­safnað vatn sé sér­stak­lega mikið á svæðinu.