Vega­gerðin varar við því að norðan- og norð­vestan­lands kólni í dag í í kjöl­far lægðarinnar. Gert er ráð fyrir að það lægi og létti til eftir slyddu og rigningu í kvöld gæti snjóað á hæstu vegum.

Þá segir í til­kynningu að það frysti í nótt og snemma í fyrra­málið, jafn­vel einnig á lág­lendi á leiðinni frá Borgar­firði og til Akur­eyrar og í Mý­vatns­sveit, eins norður á Strandir og vestur til Ísa­fjarðar.

Á Vest­fjörðum snjóaði í dag eins og má sjá á mynd sem að Lög­reglan á Vest­fjörðum deildi á sam­fé­lags­miðlum í dag. Þar minnir lög­reglan, í til­efni af því, á rúðu­sköfuna, sem nýtist vel í snjó.