Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um að falsaði hundrað evru seðlar hafi verið notaðir í viðskiptum um helgina. Lögreglan hvetur fólk til að sýna aðgát þegar tekið er við greiðslu erlendri mynt. Þá þurfi að gæta vel að öryggisatriðum seðla.

Verði fólk þess vart að reynt sé að greiða með fölsuðum seðli er það beðið um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.

Hér má sjá hvernig hægt er að sjá hvort um sé að ræða falsaðan hundrað evru seðil eður ei.