Tonga, Fiji og Nýja Sjá­land hafa gefið út flóð­bylgju við­varanir eftir neðan­sjávar­eld­gos í eld­fjallinu Hunga Tonga-Hunga Hapai.

Sam­kvæmt BBC er um stórt eld­gos að ræða og hafa minni flóð­bylgjur nú þegar náð inn á land á eyjunni Tonga. Sam­kvæmt vitnum fellur aska yfir höfuð­borgina Nuku‘alofa.

Allir í­búar á eyjunni Tonga hafa verið beðnir um að fara eins hátt yfir sjávar­máli og þeir komast.

Mikill há­vaði fylgdi gosinu sem vitni segja að hafi hljómað eins og þrumur í Fiji sem er meira en 800 km frá.

Höfuð­borg Tonga er 65 km frá eld­fjallinu og Nýja Sjá­land í 2,300 km fjar­lægð.