Lög­reglan hvetur íbúa í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi til að vera á varð­bergi en borið hefur á tölu­verðri aukningu á inn­brotum og eigna­spjöllum í hverfinu.

Mikil um­ræða hefur myndast á Face­book-síðu hverfisins. Þar er inn­brotum í bíla og hús lýst á­samt þjófnaði á hjólum og öðrum lausa­munum. Þá hafa margir haft orð á grun­sam­legum manna­ferðum í hverfinu og jafn­vel staðið þjófa að verki.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hefur lög­regla marg­sinnis verið kölluð til að nokkrum stöðum í hverfinu þar sem fundist hafa bæði þýfi og ó­lög­leg vímu­efni.

Guð­rún Jack, rann­sóknar­lög­reglu­maður og íbúi í hverfinu, segir greini­legt að virkir af­brota­menn búi í hverfinu. Mikil­vægt sé að í­búar standi saman og hugi vel að inn­brota­vörnum.

„Það er mikil­vægt að hafa varnir í lagi. Ekki skilja lausa­muni eftir í bílunum, hafa ljós kveikt og að læsa hurðum og gluggum,“ segir Guð­rún.

„Svo er mikil­vægt að láta ná­granna vita ef farið er í ferða­lag svo ein­hver sé á varð­bergi,“ bætir hún við.

Þá segir Guð­rún að settur hafi verið þungi í málið hjá lög­reglunni bæði í skoðun og vinnslu, unnið sé að því að finna lausn. „Lög­reglan hvetur fólk í hverfinu til að vera á varð­bergi og standa saman. Lög­reglan er öll af vilja gerð og meira en það til að upp­ræta þetta,“ segir hún