Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við svo­kölluðu ástar- eða trausts­vindli sem verður æ al­gengara á Ís­landi. Í til­kynningu sem þau birtu í kvöld segir að baki slíku svindli liggi skipu­lögð glæpa­starf­semi og að að­ferðir þeirra séu mjög þróaðar.

„Enginn heldur að svona komi fyrir það, en samt gerist það oft á hverjum degi í heiminum og reglu­lega á Ís­landi,“ segir í til­kynningu lög­reglunnar.

Þar er slíkt svindl út­skýrt nánar og segir að það eigi sér stað þegar glæpa­menn setja sig í sam­band við fólk undir fölsku yfir­skin. Svindlararnir búa sér til falska per­sónu og sýna mann­eskjunni mikinn á­huga og nota orð eins og sálu­fé­lagi og lífs­föru­nautur. Þau segja að svindlararnir viti upp á hár hvað þau eigi að segja til að mynda traust og sam­band við mann­eskjuna sem þau eru að tala við.

„Þegar svindlararnir hafa byggt upp traust, þá leggja þeir til at­lögu. Þeir búa til lyga­sögu með þeirri gul­rót að þegar eitt­hvað sé gert geti per­sónan sem þeir hafa búið til og brota­þoli verið saman og yfir­leitt á „við­komandi“ næga peninga til að þau geti búið til gott og vand­ræða­laust líf,“ segir í til­kynningu lög­reglu.

Þegar því er lokið þá biðja þau mann­eskjuna að senda þeim pening í ein­hverjum til­gangi, að borga gjöld fyrir pakka eða greiða ein­hver gjöld.

„Þessi listi er langur og ekki tæmandi, en alltaf er brota­þoli er beðin um peninga. En í hvert sinn sem peningur er sendur þá kemur upp nýtt flækju­stig sem þarf líka að borga. Listinn yfir slík flækju­stig er enda­laus og hættir aldrei,“ segir lög­reglan.

Mikil skömm

Þau segja mikla skömm fylgja því að festast í slíkri svika­myllu og jafn­vel for­dómar í sam­fé­laginu. En í­treka að skömmin eigi heima hjá svindlurum og það eigi ekki að dæma þá sem lendi í slíkum svindlum.

„Þetta er skipu­lögð glæpa­starf­semi. Svindlararnir leggja út sín net og leita að fólki sem þeir leggjast á með vönduðum að­ferðum. Að­eins þegar þeir telja að komið sé upp traust í sam­bandinu þá leggja þeir til at­lögu,“ segir lög­reglan og beinir því svo til fólks að leita sér að­stoðar ef það telur að það sé að festast eða sé fast í slíkri svika­myllu.

Ef þú eða ein­hver ná­komin þér er flæktur í svika­myllu þá er best að hafa sam­band við lög­reglu: cybercrime@lrh.is og/eða abendingar@lrh.is

Ástar/traustsvindl hefur færst í aukanna á Íslandi og á heimsvísu. Engin heldur að svona komi fyrir það, en samt...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 18 March 2021