Lög­reglan á Norður­landi eystra varar íbúa og gesti við því að vera á ferðinni á þjóð­vegum á svæðinu að ó­þörfu. Eins og greint var frá í dag er mikill vatna­vöxtur á svæðinu og er búist við á­fram­haldandi vatna­vöxtum í ám fram á nótt.

Segir í til­kynningu frá lög­reglunni að mögu­lega geti vatnið í ánum rofið vegi og skemmt brýr. Þá eru í­búar á Akur­eyri beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngu­stígum og lægðum kringum Gler­á..

Nú þegar er búið að loka brúnni við Þver­á í Eyja­firði og einnig við Möðru­velli, þar sem Eyja­fjarðar­braut eystri og vestri mætast.

Sem var­úðar­ráð­stöfun eru því í­búar að vera ekki á ferðinni að ó­þörfu á vegum og sýna að­gát kringum ár og vötn.