Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin, WHO, óttast að sjúk­dómurinn muni breiðast til allra landa heims. „Far­aldurinn er að versna,“ sagði Christian Lind­meier, for­svars­maður stofnunarinnar á blaða­manna­fundi í dag.

Þá kom fram að stofnunin hafi löngum varað við þeim mögu­leika að veiran myndi dreifa sér til flestra ef ekki allra landa í heimi. Á síðast­liðnum sólar­hring bættust Nígería Eist­land, Holland, Dan­mörk, Litháen og Hvíta Rúss­land í hóp þeirra ríkja sem hafa stað­fest veiru­smit.

Mögu­leiki á að smitast eftir lækningu

Lind­meier bætti við að stofnunin væri nú að rann­saka til­kynningar þess efnis að fólk gæti smitast aftur af sjúk­dómnum eftir að hafa náð sér. Í gær bárust fréttir þess efnis að kona sem hafði náð sér af veirunni hefði smitast á ný. Einnig hafa á­líka til­vik komið upp í Kína.

„Við þurfum að rann­saka ná­kvæm­lega hvernig sýnin voru tekin og hvernig sjúk­lingurinn var skoðaður.“ Ekki sé ljóst hvort þau sýktu hafi enn verið með veiruna þegar ein­kenni gengu niður og voru út­skrifuð.

„Al­mennt myndum við búast við því að ein­stak­lingur sem hefði smitast af veirunni væri ó­næmur fyrir veirunni í það minnsta í ein­hvern tíma eftir á.“ Lind­meier sagði samt ó­mögu­legt að stað­festa neitt að svo stöddu.