Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna afrennsi og vatnavöxtum í ám og læknum. Eykur það hættu á flóðum og skriðuföllum sem gæti valdið tjóni. Þá gætu samgöngur raskast og aukið álag á fráveitukerfi. Er gert ráð fyrir því að úrhellið vari fram á kvöld og er fólk hvatt til þess að sýna aðgát og huga að niðurföllum til þess að forðast vatsntjón.

Spáð er talsverðri rigningu fyrir austan í dag og fram á kvöld en lægir og dregur úr úrkomu fyrir austan í kvöld og í nótt. Úrkomulítið er þó suðvestan- og vestanlands, en annars víða rigning.