Veður

Vara við mikilli úrkomu á Austurlandi

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun vegna rigningar á Austurlandi. Þá er varað við skriðuföllum og fólk beðið um að huga að niðurföllum.

Mikil úrkoma er á Austurlandi í dag. Fólk er beðið um að huga að niðurföllum. Fréttablaðið/Eyþór

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna afrennsi og vatnavöxtum í ám og læknum. Eykur það hættu á flóðum og skriðuföllum sem gæti valdið tjóni. Þá gætu samgöngur raskast og aukið álag á fráveitukerfi. Er gert ráð fyrir því að úrhellið vari fram á kvöld og er fólk hvatt til þess að sýna aðgát og huga að niðurföllum til þess að forðast vatsntjón.

Spáð er talsverðri rigningu fyrir austan í dag og fram á kvöld en lægir og dregur úr úrkomu fyrir austan í kvöld og í nótt. Úrkomulítið er þó suðvestan- og vestanlands, en annars víða rigning. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Vetrarfærð og slæm hálka

Veður

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Veður

Kalt og slæm færð í dag

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing