Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð frá og með klukkan sex annað kvöld. Von er á hríð, suðaustan 15-23 m/s og snjókomu eða slyddu. Úrkoma færir sig yfir í rigningu nærri sjávarmáli og hlýnar.

Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju, sér í lagi í uppsveitum og á heiðavegum, t.d. á Hellisheiði, Bröttubrekku og Vatnaleið. 

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum. Hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindavíkurvegi. 

Frekari upplýsingar um veður og færð á vegum landsins má finna á vefsíðum Veðurstofunnarog Vegagerðarinnar.