Innlent

Vara við hríð og slæmri færð

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun. Von er á hríð með snjókomu eða slyddu.

Erfið akstursskilyrði verða t.d. á Hellisheiði annað kvöld.

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð frá og með klukkan sex annað kvöld. Von er á hríð, suðaustan 15-23 m/s og snjókomu eða slyddu. Úrkoma færir sig yfir í rigningu nærri sjávarmáli og hlýnar.

Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju, sér í lagi í uppsveitum og á heiðavegum, t.d. á Hellisheiði, Bröttubrekku og Vatnaleið. 

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum. Hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindavíkurvegi. 

Frekari upplýsingar um veður og færð á vegum landsins má finna á vefsíðum Veðurstofunnarog Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing