Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrum borgarfulltrúi, var upphaflega hrifinn af stórum mislægum gatnamótum, líkt þeim sem finna má víða Bandaríkjunum, og sá fyrir sér reisa slík mannvirki hér í Reykjavík.

Hann átti þó eftir skipta um skoðun og nú einn helsti talsmaður bíllaus lífstíls . Í helgarviðtali Fréttablaðsins segir Gísli Marteinn meðal annars frá áhuga sínum borgarmálum og hvernig skoðanir hans á samgöngumálum breyttust með tímanum.

„Ég hef aldrei haft neinn einasta á­huga á að vera á Al­þingi en hef haft brennandi á­huga á borgum mjög lengi. Það gerist ekki af því að ég hafi mikinn á­huga á reið­hjólum eða strætó, heldur þvert á móti þá heillaðist ég svo rosa­lega af risa­vöxnum fimm hæða mis­lægum gatna­mótum í Banda­ríkjunum þegar ég var þar með for­eldrum mínum tólf ára,“ segir Gísli og bætir við: „Ég vildi fá mis­læg gatna­mót á Miklu­braut og Kringlu­mýrar­braut.“

Þá hafi háhýsi bandarískra stórborga heillað hann sömuleiðis, en eftir því sem á leið fór hann að átta sig á að fleiri hliðar væru á þessum málum. Í viðtalinu greinar hann frá því hvernig hann endaði að lokum á því að skipta um skoðun í þessum málum.

„Við það að vera í borgar­málunum, sitja í borgar­stjórn og hlusta á annað fólk eins og Ingi­björgu Sól­rúnu og marga aðra borgar­full­trúa sem voru búnir að vera lengi í þessu, þá sá ég bara smám saman að þær leiðir sem ég hélt að væru bestar til að gera borgir betri, voru það ekkert endi­lega.“

Þetta hafi einnig náð til hugmynda hans um sam­göngu­mál „Fyrir mér var aldrei eitt­hvert mark­mið að það væri mikil bíla­um­ferð þó svo að ég hafi hrifist af stórum verk­legum fram­kvæmdum. Þannig að um leið og ég fattaði að mis­læg gatna­mót gera bara umferðarteppunnar verri, þá bara skipti ég um skoðun.“