Maðurinn sem grunaður er um skot­á­rásina í verslunar­mið­stöðinni Field's í Kaup­manna­höfn síð­degis í dag var hand­tekinn af vopnuðum lög­reglu­mönnum skömmu eftir ó­dæðið.

Á mynd­bandi sem Extra­bladet hefur birt sést hvernig hinn 22 ára gamli skot­maður er um­kringdur vopnuðum lög­reglu­mönnum og þvingaður niður í jörðina.

Lög­regla segist í grund­vallar­at­riðum ekki trúa því að skot­á­rásin hafi verið hryðju­verk, en á sama tíma sé ekki hægt að úti­loka það.