James Wat­son, 41 árs karl­maður, hefur verið dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir morðið á hinum sex ára gamla Rikki Nea­ve þann 28. nóvember 1994. Wat­son var þrettán ára gamall þegar hann framdi morðið.

Lík Rikki fannst í skóg­lendi skammt frá heimili hans í Peter­bor­ough á Eng­landi og var bana­mein hans kyrking. Wat­son var sak­felldur fyrir morðið fyrr á þessu ári en dómari tók sér nokkrar vikur til að á­kvarða refsingu. Var niður­staðan lífs­tíðar­fangelsi og þarf Wat­son að af­plána minnst 15 ár í fangelsi.

Rikki hvarf þegar hann var á leið í skólann þennan ör­laga­ríka dag og fannst lík hans degi síðar.

Móðir Rikki, Ruth Nea­ve, var í fyrstu grunuð um morðið og var réttað yfir henni en hún sýknuð af morðinu árið 1996. Hún fékk aftur á móti sjö ára fangelsis­dóm fyrir að mis­þyrma börnum sínum. Hún var í harðri neyslu fíkni­efna á þessum tíma og var Rikki oftar en ekki sendur út til að sækja eitur­lyf fyrir hana.

Það var ekki fyrr en árið 2015 að hreyfing komst aftur á málið og DNA-sýni voru tekin til rann­sóknar eftir á­kall frá móður Rikki. Þau bentu ein­dregið til þess að Wat­son hafi átt þátt í dauða drengsins en hann hafði sést með Rikki daginn sem hann hvarf.

Wat­son þessi var bú­settur á barna­heimili skammt frá heimili Rikki. Hann hefur marg­oft komist í kast við lögin á undan­förnum árum og ára­tugum, meðal annars fyrir vörslu fíkni­efna, vörslu skot­vopns, þjófnaði og inn­brot.