Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir að lög­reglu­menn þeirra hafi gætt meðal­hófs í að­gerðum síðast­liðinn föstu­dag í Hafnar­firði þegar þau voru þar vegna til­kynninga um fjöl­mennt ung­linga­sam­kvæmi.

Í yfir­lýsingu frá lög­reglunni segir að grunur hafi verið um hugsan­legt brot á reglu um fjölda­sam­komu, en að við komu lög­reglu­manna á staðinn þótti sýnt að eitthvað hafi verið til í tilkynningu sem þeim barst um málið.

Yfir­lýsing lög­reglunnar er send út vegna um­fjöllunar á vef Morgun­blaðsins, mbl.is, í gær en þar var talað við hús­ráðanda í húsinu sem lögreglan heimsótti sem furðaði sig á glugga­gægjum lög­reglunnar. Heima hjá henni voru saman­komnir vinir 16 ára sonar hennar og taldi konan að fjöldinn væri í kringum 10 sem er há­mark fjölda­marka sam­kvæmt reglu­gerð um sam­komu­tak­markanir.

Í til­kynningu lög­reglunnar segir að konan hafi ekki verið sam­vinnu­þýð og hafi „hreytt fúk­yrðum“ í lög­reglu­menn sem voru á vett­vangi. Á meðan því stóð hafi um 20 ung­menni sést yfir­gefa húsið, öll grímu­laus.

„Orðum hús­ráðanda á mbl.is um glugga­gægjur lög­reglunnar er al­farið vísað á bug en lög­reglu­menn horfðu í gegnum glugga á fram­hlið hússins til þess að telja ung­mennin sem verið var að koma út í gegnum dyr baka til,“ segir í yfir­lýsingu lög­reglunnar.

Hugsanlegt brot á sóttvarnareglum

Konan sem talað var við á mbl.is furðaði sig sér­stak­lega á því að slíkt verk­efni væri í for­gangi hjá lög­reglunni. Lög­reglan svarar því í yfir­lýsingunni og segir að lög­reglan hafi haft á­hyggjur um hugsan­leg brot á sótt­varna­reglum því að sótt­varna­læknir hafi haft sér­stakar á­hyggjur af því að fólk á mörgum heimilum kæmi saman.

„Þess vegna ættu að­gerðir lög­reglu að koma fáum ó­vart enda kann brot á sótt­varna­reglum að valda ó­fyrir­séðum af­leiðingum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Segir að lokum að lög­reglan telji að lög­reglu­mennirnir hafi gætt meðal­hófs í að­gerðum sínum og að meðal máls­gagna séu búk­mynda­vélar lög­reglu­manna á vett­vangi.