Réttar­meinar­fræðingurinn Pétur Guð­mann Guð­manns­son gaf í dag skýrslu í Héraðs­dómi Reykja­víkur vegna Rauða­gerðis­málsins svo­kallaða en þar fór hann yfir þau skot­sár sem Armando Beqirai hlaut þegar Angjelin Sterka­j skaut hann til bana fyrir utan heimili hans í Rauða­gerði kvöldið 13. febrúar.

Rétt er að vara við þeim lýsingum sem koma fram hér fyrir neðan:


Pétur lýsti því að á líkama Armando væri að finna níu sára­göng, eða kanala, en hann kaus að lýsa þeim frekar en að segja ná­kvæm­lega hversu oft Armando var skotinn. Flest sára­göngin voru í líkama en tvö voru í gegnum höfuð Armando. Erfitt er að segja í hvaða röð skotin komu.

Varpaði hann upp mynd af skissu sem sýndi hvernig sára­göngin voru og merkti hver sára­göng með bók­stafi frá A til I. Líkt og áður segir voru tvö sára­göng í höfði Armando, þar af eitt sem fór í gegnum vinstra gagn­auga og annað sem kom upp niður frá undir kjálka.

Engin vefjaviðbrögð við sáragöngin í höfði

Hin göngin voru ýmist í gegnum fram­hluta brjóst­kassa, fram­hand­legg, síðu og bak Armando en mis­jafnt var hvort skotin voru yfir­borðs­kennd eða hvort þau lentu á vöðva eða beini. Um hvort hann gæti eitt­hvað væri hægt að segja um tíma­setningu skotanna sagði Pétur það krefjandi.

„Svona er yfir­leitt frekar krefjandi en ég hef á­kveðið að horfa á þau sár sem hafa það mesta að segja,“ sagði Pétur. Vísaði hann til að mynda til þess að engin vefja­við­brögð hafi verið til staðar við sára­göngin í höfði Armando, sem hann merkti sem A og B.

Það bendi til þess að þau skot komu „þegar hann var búinn að missa allt líf,“ að sögn Péturs. Tvö skot­göng, sem merkt voru C og I, fóru í gegnum hægri lunga að sögn Péturs og taldi hann lík­legt að þeir á­verkar hafi komið á undan á­verkunum á höfði.

Að­spurður um hvaða skot voru ban­væn sagði hann þau nokkur. „Klár­lega voru C og I ban­væn, en A og B eru það líka og hafa jafn ban­vænt eðli,“ sagði Pétur og bætti við að sára­göngin merkt E, sem fóru í gegnum bæði lungun, hafi einnig verið ban­vænt skot.

Ekki hægt að segja nákvæmlega í hvaða stöðu þeir voru

Sak­sóknari málsins spurði því næst út í stað­setningu Armando þegar hann var skotinn og hvort það væri hægt að draga ein­hverjar á­lyktanir út frá því. Til að mynda hafi flest skotin farið inn á vinstri hlið Armando og tvö í bakið.

Pétur svaraði að það væri erfitt að komast að því í hvaða stöðu líkami Armando var þegar hann var skotinn og því sé erfitt að á­lykta um hvernig þeir Angjelin hafi snúið við á­rásina. Hann hafi sett skissuna upp þannig að Armando stæði upp­réttur og kyrr en gæti hafa verið á hreyfingu sem breytir myndinni.

Að­spurður um af hvaða færi skotunum var hleypt að sagði Pétur í hið minnsta ljóst að ekki væri um nær­skot að ræða þar sem skotin skildu ekki eftir neinar leifar í kringum sárið og því hafi lík­lega vera meira en metri þeirra á milli. „Þetta eru ekki nær­skot og ekki snerti­skot hér, við erum ekki að ræða um að ræða ein­hverja sentí­metra,“ sagði Pétur.

Nokkrar skýringar á göngunum undir kjálka

Þá var Pétur spurður um önnur göngin í höfði Armando, merkt B, sem kom upp í gegnum kjálka og endaði í hvirflinum og hvort hægt væri að draga á­lyktanir út frá því. Sagði Pétur að ef Angjelin hafi ekki legið á götunni og Armando staðið, hljóti það að vera að Armando hafi legið á götunni.

Verjandi Angjelin skaut þá inn í að mögu­lega hafi hallinn á höfðinu haft á­hrif, það er að segja hvort hann var að halla höfðinu fram eða aftur, og féllst Pétur á það. Spurði verjandinn hvort Armando hafi mögu­lega verið að falla aftur á bak þegar skotið kom. „Ef hann er í þeim ferli að falla aftur á bak, það getur verið,“ sagði Pétur.