Jákvætt COVID-19 sýni sem greindist í kjölfar sýnatöku um borð í Norrænu reyndist innihalda gamalt smit.

Tveir farþegar sem komu með ferjunni til Seyðisfjarðar á fimmtudag höfðu smitast af kórónaveirunni. Hinn einstaklingurinn fékk að vita af smiti sínu í kjölfar skimunar í Danmörku og var í einangrun um borð.

Við aðra sýnatöku í Seyðisfirði kom í ljós að hann var með gamalt smit og því ekki smitandi. Nú hefur fengist staðfest að hitt smitið var einnig gamalt og farþeginn því ekki smitandi um borð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Enginn er nú með virkt smit í í fjórðungnum svo vitað sé.