Virginia Robert Giuf­fre, ein af fórnar­lömbum Jef­frey Ep­stein, kom fram í sjón­varps­við­tali í gær og lýsti fyrstu kynnum sínum af Andrew prins, bróður Karls Breta­prins. Virginia sagðist að­eins hafa verið sau­tján ára gömul þegar henni var gert að eiga kyn­mök við Andrew prins í fyrsta skipti. Misnotkunin átti sér stað inni á bað­her­bergi í húsi Ghisala­ine Maxwell. Maxwell á að hafa að­stoðað Ep­stein við að hneppa konur í kyn­lífs­þrælkun.

Hér má sjá Andrew prins ásamt Virginu þegar hún var sautján ára.
Mynd/Rex

Fórnarlamb mansals

Virgina kom fram, á­samt fjórum öðrum fórnar­lömbum Ep­stein, í sjón­varps­við­tali á NBC í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem hún ræddi málið í opin­ber­lega í sjón­varpi.

„Fyrsta skiptið sem þetta gerðist, í London, var ég mjög ung,“ sagði Virgina. Hún lýsir því hvernig Maxwell hafi vakið hana með því lof­orði að hún myndi hitta prins seinna um daginn. „Ég vissi ekki þá að ég myndi verða seld til prinsins,“ sagði Virgina í við­talinu. Áður en kynmökin áttu sér stað á prinsinn að hafa keypt vodka fyrir Virginu á nætur­klúbbi í London, þar sem þau dönsuðu saman fyrr um kvöldið.

Virginia heldur því fram að hún hafi verið látin sofa hjá Andrew prins þrisvar sinnum. Ásamt fyrsta skiptinu í Lundúnum þá á prinsinn einnig að hafa misnotað Virginiu í New Tork og á eyju Epsteins í karabíska hafinu. Virgina sagði prinsinn hafa tekið virkan þátt í að mis­nota ungar konur sem Ep­stein hafði á sínum snærum.

Ekki fyrsta ásökunin

Andrew prins hefur neitað á­sökunum og gaf breska konungs­fjöl­skyldan út yfir­lýsingu þar sem á­sökunum var hafnað með öllu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem prinsinn er sakaður um að hafa átt í kynferðislegu samneyti við ungar konur.

Hér má sjá Andrew ásamt Elísabetur Bretlandsdrottningu.
Fréttablaðið/Getty