Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Lítið er hægt að segja um tildrög slyssins að svo stöddu. Rannsókn er á frumstigi en annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð.

Annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Bifreiðarnar sem lentu saman í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést voru báðir á leið í vesturátt og stefndu því að Mosfellsbæ.

Áreksturinn varð í gær klukkan fjögur og átti sér stað til móts við afleggjarann að Æsustöðum. Lítið er hægt að segja um tildrög slyssins og er rannsókn á frumstigi, að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð.

Annar bílinn kastaðist langt út fyrir veg og ofan í skurð. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og var Þingvallavegur lokaður í um tvo tíma vegna slyssins. Bílstjóri bílsins sem keyrði á hinn, var einn á ferð en sá sem lést var farþegi í bílnum fyrir framan. Bílstjórar beggja bílanna voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka en allir farþegar bílanna voru íslenskir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Einn látinn eftir umferðaslys á Þingvallavegi

Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

Innlent

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Auglýsing

Nýjast

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Auglýsing