Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Lítið er hægt að segja um tildrög slyssins að svo stöddu. Rannsókn er á frumstigi en annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð.

Annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Bifreiðarnar sem lentu saman í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést voru báðir á leið í vesturátt og stefndu því að Mosfellsbæ.

Áreksturinn varð í gær klukkan fjögur og átti sér stað til móts við afleggjarann að Æsustöðum. Lítið er hægt að segja um tildrög slyssins og er rannsókn á frumstigi, að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en annar bílinn var að taka fram úr hinum þegar áreksturinn varð.

Annar bílinn kastaðist langt út fyrir veg og ofan í skurð. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og var Þingvallavegur lokaður í um tvo tíma vegna slyssins. Bílstjóri bílsins sem keyrði á hinn, var einn á ferð en sá sem lést var farþegi í bílnum fyrir framan. Bílstjórar beggja bílanna voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka en allir farþegar bílanna voru íslenskir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Einn látinn eftir umferðaslys á Þingvallavegi

Innlent

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

Innlent

Maðurinn sem grunaður er um stungu­á­rásina látinn laus

Auglýsing

Nýjast

Matarskortur blasir við íbúum í Kerala-fylki

Loka fyrir fólksflutninga frá Gaza til Ísrael

Krefja flótta­­menn um vega­bréf við landa­­mæri Ekvador

Annar ris­a­skjálft­i á Lom­bok í dag

Ráð­h­err­ann hjól­að­i á spít­al­ann til að fæða

43 látnir og leit hætt í Genúa

Auglýsing