Farþegaflugvél á vegum British Airways sem var á leið frá London til New York varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um þrjúleytið í dag en reykur kom upp í farþegarými vélarinnar, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Isavia hafði þó nokkurn viðbúnað vegna komu vélarinnar á flugvöllinn en flugvélin er af gerðinni Boeing 777-200 og gekk lendingin vel og engan sakaði, að því er RÚV hefur eftir lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.