Boris John­son for­sætis­ráð­herra Bret­lands stóð af sér van­trausts­til­lögu meðal þing­manna Í­halds­flokksins á breska þinginu í kvöld.

John­son mun því vera á­fram for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Alls sögðust 211 þing­menn flokksins styðja Boris í starfi en 148 þing­menn kusu gegn honum.

Ein­faldan meiri­hluta þurfti til að fella John­son eða 180 þing­menn og vantaði því 32 at­kvæði upp á að honum yrði vikið úr starfi.

Staða Johnson erfið

Fyrr í dag sagði David Gauke, fyrr­verandi ráð­herra í ríkis­stjórn Boris John­son, að ef fleiri en 100 þing­menn flokksins myndu sam­þykkja van­trausts­til­löguna myndi Boris eiga erfitt upp­dráttar.

Í sam­tali við BBC vísaði Gauke til van­­traust­stil­lögu á hend­ur Th­eresu May, for­vera John­sons í em­bætti, árið 2018 sem hún stóð af sér. Þá kusu 133 þing­menn með til­lögunni en May sagði af sér hálfa ári síðar.

Skiptar skoðanir eru um Boris Johnson í Bretlandi.
Fréttablaðið/EPA