Það var bjart yfir vinnings­hafa sex­falda Lottópottsins sem kom í Get­spá í dag til að ganga frá sínum málum. Vinningurinn var veru­lega vænn, tæpar 79,5 skatt­frjálsar milljónir en miðann hafði hann keypt hjá N1 við Bílds­höfða. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri Get­spá.

Vinnings­hafinn er Reyk­víkingur sem spilar nokkuð reglu­lega í lottóinu og notar yfir­leitt sömu tölurnar. Á undan­förnum misserum hefur hann fengið nokkra þúsund­kalla á þessar tölur en núna var komið að þeim stóra.

Hann er ekki búinn að taka á­kvörðun hvað gera skal við vinninginn og ætlar að þiggja ráð­gjöf sem Get­spá býður vinnings­höfum. Hann er þó viss um að hann ætlar að láta verða að því að kaupa sér góðan raf­magns­bíl.

Ís­lensk get­spá óskar vinnings­hafanum til hamingju og óskar honum vel­farnaðar.