Fjórir miðaeigendur sem eiga röð með númerinu 512 skiptu með sér 45 milljónum í nóvemberútdrætti Hapdrætti Háskóla Íslands. Talan var dregin út sem 1. vinningur í aðalútdrættinum, að því er kemur fram í tilkynningu frá happdrættinu.

Milljónunum var þó ekki jafnt skipt. Einn fékk 25 milljónir á trompmiða, annar fékk 10 milljónir á tvöfaldan miða og tveir fengu fimm milljónir hvor á sína miða. 

Fimm aðrir miðaeigendur fengu milljón króna vinning og sautján fengu hálfa milljón í sinn hlut hver. Alls voru vinningshafarnir 3.367 talsins. Þeir skiptu með sér 139 milljónum króna. „Milljónaveltan gekk ekki út í kvöld og því verður þreföld vinningsupphæð í pottinum í desember eða 30 milljónir króna.“