Helga Vala Helga­dóttir, þing­sflokksformaður Sam­fylkingarinnar, segir sitjandi ríkis­stjórn Ís­lands velja að van­fjár­magna inn­viði. Vandinn við skort á þjónustu sé ekki á á­byrgð þess sem þarf þjónustuna, heldur þess sem eigi að veita þjónustuna.

Helga Vala gerði van­fjár­mögnun inn­viða að um­ræðu­efni sínu á þingi í gær í um­ræðum um störf þingsins.

„Þannig er vandinn sem talað eru um að sé í heil­brigðis­kerfinu ekki vegna þeirra sem eru sjúkir, vandinn í þjónustu við fatlað fólk ekki vegna þeirra sem eru með fötlun, né vandinn á landa­mærunum vegna þeirra sem þurfa að fara um landa­mærin. Vandinn sem blasir við okkur er vegna ríkis­stjórnar Ís­lands sem velur að van­fjár­magna inn­viði okkar,“ sagði Helga Vala. Um­ræða síðustu vikna hafi þannig snúið að því að vandinn á landa­mærunum sé vegna þeirra sem þangað komi og óski verndar.

„En á með réttu að snúa að því að ríkis­stjórnin hefur ekki tryggt nægan mann­afla til að annast þá öryggis­þætti sem þarf á landa­mærum hringinn í kringum landið,“ sagði Helga Vala.

Þá hefði Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, átt að leggja til við Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, að fjár­magna nauð­syn­lega lög­gæslu í landinu – áður en hann lagði fram frum­varp um landa­mæri.

„Lög­reglan annast landa­mæra­vörslu, en það er henni ó­mögu­legt vegna undir­mönnunar. Færri lög­reglu­menn eru að störfum í dag en árið 2007,“ sagði Helga Vala, og bætti við:
„Það er ekki fólk sem óskar eftir þjónustu eða vernd sem skapar hættu á Ís­landi í dag, heldur ríkis­stjórn sem á­kveður að tryggja ekki nauð­syn­legt öryggi okkar og vel­ferð.“