For­stjóri Neyt­enda­stofu segist ekki vera sam­mála niður­stöðu Lands­réttar að eCommerce hafi þurft að lúta dönskum lögum en ekki ís­lenskum í láns­samningum sem fé­lagið gerði við við­skipta­vini sína. Ís­lensk lög segja til um há­marks­lán­töku­kostnað, ó­líkt þeim dönsku.

„Við erum aug­ljós­lega ekki sam­mála þessari niður­stöðu, annars hefðum við ekki tekið á­kvarðanir með þessum hættu og á­frýjunar­nefndin stað­festi niður­stöðu okkar,“ segir Þórunn Anna Árna­dóttir, for­stjóri Neyt­enda­stofu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að­draganda málsins má rekja til þess að árið 2019 komst Neyt­enda­stofa að þeirri niður­stöðu að smá­lán danska fé­lagsins eCommerce væru ó­lög­leg þar sem láns­samningar vísuðu til þess að dönsk lög ættu að gilda um starf­semina.

„Það var verið að fara fram hjá ís­lenskum lögum með því að starf­rækja sig í öðru landi,“ segir Þórunn Anna og bætir við að málinu sé lokið frá þeirra hlið, nema fé­lagið fari aftur af stað með sömu hátt­semi.

Nú hefur lögum verið breytt til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur, en nú lúta slíkir samningar ís­lenskum lögum, ef lánin eru veitt í ís­lenskum krónum.

Sér ekki að dönsk lög hafi átt að gilda

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, segist ekki sjá að dönsk lög hafi átt að gilda og að fé­lagið hafi endi­lega fylgt dönskum lögum. „Þetta virðist vera ein­hver tækni­leg niður­staða,“ segir hann.

„Við erum með tölvu­pósta frá danska fjár­mála­eftir­litinu sem ekki segist hafa haft eftir­lit með starf­semi þessara fyrir­tækja, þvert ofan í það sem þeir héldu fram á sínum tíma,“ segir Breki í sam­tali við Frétta­blaðið.

Neyt­enda­sam­tökin voru mjög sýni­leg í um­ræðu um eCommerce á sínum tíma, en sam­tökin ráð­lögðu neyt­endum að forðast að stunda við­skipti við fé­lagið.

„Síðan erum við líka með tölvu­pósta frá um­boðs­manni danskra neyt­enda sem segir að ís­lensk lög eigi að gilda, þannig að það virðist vera að þetta falli þarna á milli skips og bryggju. Ef hvorki dönsk, né ís­lensk lög gildi, þá erum við í ansi miklum vanda. Ef að fyrir­tæki geti bara skráð sig nánast hvar sem er í heiminum og komið sér undan ís­lenskum lögum og reglum,“ segir Breki.

Eins og Þórunn Anna bendir á, þá bendir Breki einnig á að það sé búið að stoppa þetta gat í lögunum. „En megin­reglan er náttúru­lega í neyt­enda­rétti að þau lög skuli gilda hvar neytandinn hefur bú­setu og það er ekkert hægt að koma sér undan því,“ segir Breki.

Laga­tækni­legt mál

„Þetta er rosa­lega laga­tækni­legt mál,“ segir Einar Bjarni Einars­son, lög­fræðingur Neyt­enda­sam­takanna. „Málið er að þessi dómur lýtur að á­kvörðun Neyt­enda­stofu sem varða á­kveðin at­riði. Hendur Neyt­enda­stofu eru þar með svo­lítið bundnar í þessu máli.“

„Stað­reyndir málsins eru þær að þau færa sig yfir land­steinana en markaðs­efni þeirra er á ís­lensku, þau eru að ná til ís­lenskra neyt­enda, veita lán í ís­lenskum krónum, skil­málarnir eru á ís­lensku og það eru ekki margir sem tala það tungu­mál nema Ís­lendingar,“ seigir Einar og bætir við að það séu tækni­legu at­riðin sem skipti þarna máli.

Einar segir Rómar­sátt­málann ekki hafa verið tekinn í gildi þegar starf­semi eCommerce hafi verið í gangi, en í þeim sátt­mála kemur fram að ef ein­stak­lingur kaupir vöru eða þjónustu yfir landa­mæri, þá gildi neyt­enda­vernd í því landi sem neytandinn hafði bú­setu.

„Lána­starf­semi var aftur á móti undan­skilin þarna. Þannig að með við­bót, Róm 1 heitir þetta sem kemur upp úr aldar­mótum, að þá var bætt við fjár­mála­þjónustu. Þessi við­auki hafði ekki verið inn­leiddur hér á landi,“ segir Einar.