Valgerður Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, segir að ásakanirnar sem Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður tengjast kynjaðri valdabaráttu innan kirkjunnar.

Sigríður sakaði hana um andlegt- og líkamlegt ofbeldi en Valgerður segir að um hafi verið að ræða sáttafaðmlag.

Þetta kom fram í viðtali við Valgerði á Útvarp Sögu í vikunni þar sem hún sagði aðra sögu sem snerist að skoðanaskiptum um gagnrýni á störf Sigríðar og þegar málinu hafi verið lokið hafi þær fallist í faðma í sáttaskyni í vitni annars starfsmanns

Það helst ekki í hendur við upplifun Sigríðar af málinu eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni.

„Ég stóð þarna, milli þessara kvenna, og þetta var svo ógeðslegt að ég get ekki lýst því. Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ lýsir Sigríður í viðtali við Fréttablaðið sem má sjá hér fyrir neðan.

Þá veltir Valgerður upp hugmyndinni að ásakanirnar tengist viljayfirlýsingu sóknarnefndarinnar að fá séra Gunnar Sigurjónsson aftur til starfa. Gunnari var vikið frá störfum eftir að hafa áreitt sex konur en Valgerður hefur talað fyrir því að Gunnar fái að snúa aftur.

Valgerður kemur inn á að það sé söknuður innan hóps sóknarbarna Digraneskirkju af Gunnari sem sóknapresti og að það sé engin niðurstaða komin í málið.

Það er þrátt fyrir að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi vikið Gunnari úr embættinu í kjölfar niðurstöðu óháðs teymis sem komst að því að hann hefði brotið sér.

Aðspurð bætir Valgerður við að þetta tengist eflaust MeeToo byltingunni hér á landi en að sú aðferð sé ekki í þágu kvenna yfirhöfuð.