Val­gerður Björk Páls­dóttir, doktors­nemi í stjórn­mála­fræði, leiðir lista Beinnar leiðar í sveitar­stjórnar­kosningunum í Reykja­nes­bæ í vor.

Bein leið er stjórn­mála­fram­boð í Reykja­nes­bæ sem saman­stendur af ó­flokks­bundnum bæjar­búum. Undan­farin tvö kjör­tíma­bil hefur Bein leið verið þátt­takandi í meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­nes­bæ, á­samt Sam­fylkingunni og Fram­sóknar­flokknum.

Í öðru sæti á ný­kynntum lista fram­boðsins er Helga María Finn­björns­dóttir, við­skipta­fræðingur og mann­auðs­ráð­gjafi hjá Isavia og í þriðja sætinu situr Birgir Már Braga­son, málari og at­vinnu­rekandi.

Þingmaður Viðreisnar á listanum

Þrátt fyrir að Bein leið sé kynnt sem samstarf óflokksbundinna, situr í heiðurs­sætinu flokksbundinn alþingismaður, Guð­brandur Einars­son þing­maður Við­reisnar og fyrr­verandi for­seti bæjar­stjórnar Reykja­nes­bæjar. Hann leiddi lista Beinnar leiðar fyrir síðustu sveita­stjórnar­kosningar, en gekk til liðs við Viðreisn haustið 2021 í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.

Listann skipa:

 1. Val­gerður Björk Páls­dóttir - 35 ára, doktors­nemi í stjórn­mála­fræði og kennari við HÍ.
 2. Helga María Finn­björns­dóttir - 41 árs, við­skipta­fræðingur og mann­auðs­ráð­gjafi hjá Isavia.
 3. Birgir Már Braga­son - 49 ára, málari og at­vinnu­rekandi.
 4. Hall­dór Rós­mundur Guð­jóns­son - 55 ára, lög­fræðingur.
 5. Sig­rún Gyða Matthías­dóttir - 34 ára, leik­skóla­stjóri Akurs.
 6. Davíð Már Gunnars­son - 33 ára, for­stöðu­maður Fjör­heima og 88 hússins.
 7. Kristján Jóhanns­son - 54 ára, leið­sögu­maður.
 8. Þuríður Birna Björns­dóttir Debes - 23 ára, há­skóla­nemi í upp­eldis- og menntunar­fræði.
 9. Jóhann Gunnar Sig­mars­son - 41 árs, grunn­skóla­kennari í Njarð­víkur­skóla.
 10. Rann­veig L. Garðars­dóttir - 65 ára, bóka­vörður í Bóka­safni Reykja­nes­bæjar.
 11. Þórarinn Darri Ólafs­son - 19 ára, nemi í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja.
 12. Harpa Jóhanns­dóttir - 34 ára, tón­listar­kennari í Tón­listar­skóla Reykja­nes­bæjar.
 13. Davíð Örn Óskars­son - 36 ára, markaðs­stjóri Blue Car Rental.
 14. Justyna Wró­blewska - 32 ára, deildar­stjóri í leik­skóla og BA í sál­fræði.
 15. Hannes Frið­riks­son - 64 ára, innan­húss­arki­tekt.
 16. Ey­gló Nanna Antons­dóttir - 18 ára, nemi í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja.
 17. Sól­mundur Frið­riks­son - 54 ára, verk­efnis­stjóri hjá Keili.
 18. Aleksandra Klara Wasi­lewska - 26 ára, þjónustu­full­trúi í Ráð­húsi Reykja­nes­bæjar.
 19. Hrafn Ás­geirs­son - 66 ára, lög­reglu­maður .

20. Frey­dís Kneif Kol­beins­dóttir - 49 ára, grunn­skóla­kennari í Gerða­skóla.

21. Kol­brún Jóna Péturs­dóttir - 54 ára, lög­fræðingur hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

22. Guð­brandur Einars­son - 64 ára, al­þingis­maður.