Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi, 10. maí.
Í tilkynningu kemur fram að áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á auknu kjördæmaþingi þann 27. mars og að uppstillinganefnd hafi séð um að stilla upp á listann frá fjórða sæti.
Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar leiðir listann.
„Ég er þakklátur fyrir traustið sem félagar mínir í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt mér. Ég er fullur bjartsýni, fús til verka og ég hlakka til samstarfsins við meðframbjóðendur mína og Samfylkingarfólk um allt kjördæmið,“ segir Valgarður í tilkynningu.
Jónína Björg Magnúsdóttir skipar annað sætið. En hún samdi, meðal annars, textann við lagið „Mamma þarf að djamma“. Í tilkynningu segir að Jónína hafi víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, hafi mikið starfað með fötluðum auk þess að starfa sem stuðningsfulltrúi og kennari, vitavörður, matráður, flokkstjóri og aðstoðað í sauðburði í mörg á að Hömrum í Haukadal.
„Hjarta mitt brennur fyrir fólkið í landinu, reynslu þess og lífi hvort sem er í sorg og í gleði,“ segir Jónína Björg í tilkynningunni.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Valgarður Lyngdal Jónsson - Akranes
- Jónína Björg Magnúsdóttir - Akranes
- Sigurður Orri Kristjánsson - Reykjavík
- Edda Katrín Einarsdóttir - Ísafjörður
- Ída Finnbogadóttir - Borgarbyggð
- Gunnar Rúnar Kristjánsson – Austur Húnavatnssýsla
- Ingimar Ingimarsson – Reykhólar
- Steinunn Sigurbjörnsdóttir – Dalasýsla
- Guðríður Sigurjónsdóttir - Akranes
- Gylfi Þór Gíslason - Ísafjörður
- Guðný Friðfinnsdóttir – Sauðárkrókur
- Oddur Sigurðarson - Hvammstangi
- Salvör Svava G. Gylfadóttir – Borgarbyggð
- Guðni Kristjánsson - Sauðárkrókur
- Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir - Patreksfjörður
- Björn Guðmundsson – Akranes