Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber 2021 sam­hljóða sam­þykktur á fundi kjör­dæmis­ráðs Sam­fylkingarinnar í gær­kvöldi, 10. maí.

Í til­kynningu kemur fram að áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á auknu kjör­dæma­þingi þann 27. mars og að upp­stillinga­nefnd hafi séð um að stilla upp á listann frá fjórða sæti.

Val­garður Lyng­dal Jóns­son for­seti bæjar­stjórnar Akra­nes­kaup­staðar leiðir listann.

„Ég er þakk­látur fyrir traustið sem fé­lagar mínir í Norð­vestur­kjör­dæmi hafa sýnt mér. Ég er fullur bjart­sýni, fús til verka og ég hlakka til sam­starfsins við með­fram­bjóð­endur mína og Sam­fylkingar­fólk um allt kjör­dæmið,“ segir Val­garður í til­kynningu.

Jónína Björg Magnús­dóttir skipar annað sætið. En hún samdi, meðal annars, textann við lagið „Mamma þarf að djamma“. Í til­kynningu segir að Jónína hafi víð­tæka reynslu úr ís­lensku at­vinnu­lífi, hafi mikið starfað með fötluðum auk þess að starfa sem stuðnings­full­trúi og kennari, vita­vörður, mat­ráður, flokk­stjóri og að­stoðað í sauð­burði í mörg á að Hömrum í Hauka­dal.

„Hjarta mitt brennur fyrir fólkið í landinu, reynslu þess og lífi hvort sem er í sorg og í gleði,“ segir Jónína Björg í til­kynningunni.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Val­garður Lyng­dal Jóns­son - Akra­nes
  2. Jónína Björg Magnús­dóttir - Akra­nes
  3. Sigurður Orri Kristjáns­son - Reykja­vík
  4. Edda Katrín Einars­dóttir - Ísa­fjörður
  5. Ída Finn­boga­dóttir - Borgar­byggð
  6. Gunnar Rúnar Kristjáns­son – Austur Húna­vatns­sýsla
  7. Ingi­mar Ingi­mars­son – Reyk­hólar
  8. Steinunn Sigur­björns­dóttir – Dala­sýsla
  9. Guð­ríður Sigur­jóns­dóttir - Akra­nes
  10. Gylfi Þór Gísla­son - Ísa­fjörður
  11. Guð­ný Frið­finns­dóttir – Sauð­ár­krókur
  12. Oddur Sigurðar­son - Hvamms­tangi
  13. Salvör Svava G. Gylfa­dóttir – Borgar­byggð
  14. Guðni Kristjáns­son - Sauð­ár­krókur
  15. Sigur­björg K. Ás­geirs­dóttir - Pat­reks­fjörður
  16. Björn Guð­munds­son – Akra­nes