Sveitarstjórnir

Valdimar nýr sveitar­stjóri Blöndu­óss

Valdimar O. Her­manns­son hefur verið ráðinn sveitar­stjóri Blöndu­óss.

Ráðning Valdimars var staðfest á sveitarstjórnarfundi í gær.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur ráðið Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra en ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær, 12. júlí.

Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Valdimar er markaðsfræðingur að mennt en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám, meðal annars í viðskiptafræðum, stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og USA.

Valdimar var kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í tólf ár og sat þar í bæjarráði í sex ár. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins á landsvísu, meðal annars sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, stjórnarformaður Austurbrúar ses, Náttúrustofa Austurlands, HAUST og SHÍ. Þá situr hann í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Áður starfaði hann meðal annars í tólf ár sem rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og um tíma sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA en þar áður aðallega við innkaupa- og rekstrarstjórn fyrirtækja. Valdimar er í sambúð með Vilborgu Elvu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi. 

„Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann. Valdimar mun hefja störf sem sveitarstjóri Blönduósbæjar 14. ágúst næstkomandi samkvæmt samkomulagi þar um,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sveitarstjórnir

Urgur í Hafn­ar­firð­i eft­ir 100 millj­ón­a greiðsl­u án heim­ild­ar

Sveitarstjórnir

Borgin hættir að að­greina klósett eftir kyni

Sveitarstjórnir

Sex­­tán sóttu um stöðu bæjar­­stjóra á Akur­eyri

Auglýsing

Nýjast

Til­laga um sumar­opnun leik­skóla sam­þykkt

Taka út ferla í kjöl­far OR-ólgu: „Við verðum að gera betur“

Þjófarnir hörfuðu eftir hetju­dáð lang­afans

Nauð­syn­legt krabb­a­meins­lyf ekki ver­ið til í fjór­a mán­uð­i

Til­­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Afar lík­legt að eitrað hafi verið fyrir Verzilov í Pus­sy Riot

Auglýsing