Þing­kosningar eiga sér nú stað í Ísrael en kjör­staðir loka í kvöld klukkan 19:00 á ís­lenskum tíma. Guar­dian greinir frá málinu. Boðað var til þing­kosninga í maí þegar Benja­min Netanyahu, for­sætis­ráð­herra Ísrael og leið­togi Likud-flokksins, tókst ekki að mynda sam­steypu­stjórn eftir kosningar í apríl. Þetta eru því seinni þing­kosningar landsins á árinu.

Netanyahu hefur gegnt em­bætti for­sætis­ráð­herra í fjögur frá árinu 1996, með hléum. Hann hefur einn gegnt em­bættinu frá árinu 2009 og varð í júní sá Ísraeli sem hefur lengst gegnt em­bætti for­sætis­ráð­herra. Netanyahu lofar því að ef hann verði kjörin á ný muni hann sjá til þess að nærri þriðjungur her­numins lands í Palestínu muni til­heyra Ísrael.

Vill ekki vinna með Netanyahu vegna spillingar­á­sakana

Þing­kosningar eru þó ekki það eina sem Netanyahu þarf að hafa á­hyggjur af en for­sætis­ráð­herrann er sakaður um spillingu í þremur málum sem dóm­stólar taka fyrir í næsta mánuði. Netanyahu lofar öfga­hægri­stefnu og þjóð­ernis­hyggju ef hann verður kjörinn í fimmta sinn sem for­sætis­ráð­herra.

Leiðtogi Blá-hvíta-flokksins, Benny Gantz, kaus í dag í Tel Avív.
Fréttablaðið/AFP

Helsti and­stæðingur Netanyahu er fyrrum her­foringinn Benny Gantz, leið­togi Blá-hvíta-flokksins. Þar sem búist er við að mjótt komi til með að muna á flokkunum tveimur er það raun­veru­legur mögu­leiki að hvorugur flokkurinn nái að mynda meiri­hluta. Þetta gæti leitt til þess að kallað verði til kosninga í þriðja sinn.

Gantz lýsir sér sem miðju­manni en styður einnig ísraelska inn­limun palestínskra land­svæða. Hann neitaði að vinna með Netanyahu eftir síðustu þing­kosningar vegna spillingar­mála for­sætis­ráð­herrans. Ef ekki verður hægt að mynda meiri­hluta í þetta sinn má búast við mikilli stjórn­mála­kreppu í landinu.