Valdar sjón­varps­á­skriftir hjá Stöð 2 munu taka verð­breytingum frá og með 1. janúar næst­komandi. Ýmsir á­skrifta­pakkar hækka um 500 krónur og getur hækkunin numið frá 3 prósentum upp í 25 prósent eftir því um hvaða pakka ræðir. Verðbreytingarnar eru kynntar á vef Stöðvar 2.

Fullt verð fyrir Stóra­pakkann, flesta þá af­þreyingu sem er í boði, fer úr 16.790 krónum í 17.290. Verð á sér­stöku sumar­til­boði á þessum pakka fer úr 13.790 krónum í 14.290.

Ýmsir aðrir pakkar hækka einnig um 500 krónur: Verð á Skemmti­pakkanum verður 11.290 krónur, verð á Stöð 2 Mara­þon Plús verður 6.290 krónur, pakkinn Stöð 2 Fjöl­skylda mun kosta 1.990 krónur og Stöð 2 Bíó mun kosta 1.990 krónur.

Aðrir á­skriftar­pakkar sem eru í boði hækka ekki í verði. Þar á meðal eru Stöð 2 og Stöð 2+, Stöð 2 Sport Ís­land, Sport­pakkinn og Risa­pakkinn en í honum má nálgast allt það efni sem Stöð 2 hefur upp á að bjóða.