Vala Páls­dóttir, for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæðis­kvenna, kannar nú landið fyrir komandi kosningar um ritarastöðuna í flokknum. Eins og áður hefur verið greint frá verður kosið um nýjan ritara næstu helgi á flokks­ráðs­fundi Sjálf­stæðis­flokksins.

Vala veltir vöngum um stöðuna í Facebook færslu. Segir að það sé frá­bært að vera for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæðis­kvenna og geta þannig lagt flokknum lið.

„Það er klár­lega á­skorun að stíga inn í hlut­verk ritara og stækka vett­vanginn til að stækka flokkinn okkar. Væri það ekki bara nokkuð já­kvæður orku­pakki fyrir flokkinn að fá mig til liðs við for­ystuna?“

Fyrr í dag var greint frá því að Ás­laug Hulda Jóns­dóttir, bæjar­full­trúi flokksins í Garða­bæ, hafi á­kveðið að bjóða sig fram.

Jón Gunnars­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og fyrr­verandi sam­göngu­ráð­herra hefur einnig gefið kost á sér. Ey­þór Arnalds, Hildur Björns­dóttir, Vala Páls­dóttir og Kristján Þór Magnús­son hafa einnig verið orðuð við hlut­verk ritara en hafa þó ekki gefið form­lega kost á sér.