Framleiðendur kynna jafnan nýjar gerðir á haustmánuðum sem koma oft á markað í október og nóvember. "Af því leiðir að fjölmargar nýjar gerðir hafa ekki komist inn í forval né lokaval á Bíl ársins á Íslandi. Með því að færa lokavalið til frambúðar til vors telur stjórn BÍBB að valið endurspegli betur það úrval nýrra bíla sem í boði eru á Íslandi hverju sinni" segir Guðjón ennfremur. Engu að síður geta umboðsaðilar tilnefnt bíla nú þegar sem komnir eru til landsins og ljóst er að komi til landsins fyrir mánaðarmótin mars-apríl ár hvert. Ekkert er því heldur til fyrirstöðu að dómnefnd BÍBB hefji nú þegar prófanir á tilnefndum bílum. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í maímánuði ár hvert framvegis. Nánari dagsetning verður kynnt síðar.