Í dag og næstu daga verður fremur vætu­samt. Sam­kvæmt hug­leiðingum veður­fræðings mun rigna í öllum lands­hlutum, þó mis­mikið og ekkert endi­lega á sama tíma heldur og eins munu koma kaflar þar sem dag­partar verða alveg þurrir. Vindur flesta daga verður skap­legur en nokkrar smá­lægðir munu gera sig lík­legar í ná­grenni við landið sem gæti gefið breyti­legar vind­áttir.

Þá kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings að hiti sé al­mennt þokka­lega hár miðað við að komið er fram í miðjan septem­ber en hann er á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast er á Norð­austur­landi.

Greiðfært er um land allt en lokað er við Emstruleið vegna mikilla vatnavaxta.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á fimmtu­dag:

Suð­austan 8-15 m/s og víða rigning, en úr­komu­lítið NA-lands. Hægari breyti­leg átt um kvöldið og bætir í úr­komu. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á N-landi.

Á föstu­dag:

Norð­læg átt 3-10 m/s, víða skúrir eða rigning, síst vestast og kólnar heldur.

Á laugar­dag:

Hæg breyti­leg átt, skýjað og dá­lítil væta, einkum fyrir norðan. Hiti 5 til 11 stig.

Á sunnu­dag og mánu­dag:

Suð­lægar áttir með vætu víða um land, en fremur milt veður.

Á þriðju­dag:

Út­lit fyrir suð­vestan­átt með vætu en þurrt SA-til. Hiti 5 til 10 stig.

Nánari upplýsingar um veður er hægt að fá á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.