Í bréfi til dóms­mála­ráð­herra gagn­rýnir Ást­ráður Haralds­son, dómari við Héraðs­dóm Reykja­víkur og um­sækjandi um stöðu dómara við Lands­rétt, að tveir um­sækj­endur um stöðuna séu nú þegar dómarar við réttinn. Segir hann það ekki geta staðist að ein­stak­lingur sem er ó­tíma­bundið skipaður lands­réttar­dómari geti sótt um aðra stöðu dómara við Lands­rétt, án þess að segja af sér fyrst og á­skilur sér rétt til þess að láta reyna á gildi um­sóknar þeirra.

„Það er mín af­staða að ekki standist að Lands­réttar­dómari sem skipaður er ó­tíma­bundið í em­bætti sitt geti án þess að segja fyrst af sér em­bættinu sótt um laust em­bætti Lands­réttar­dómara. Ég tel raunar að þessi niður­staða sé svo aug­ljós af eðlis­rökum að varla ætti að vefjast fyrir nokkrum manni. Enginn getur sótt um em­bætti sem þegar gegnir því sama em­bætti,“ segir Ást­ráður í bréfinu.

Verði dómararnir skipaðir í em­bætti segir hann enn fremur hættu á að ó­vissa yrði um lög­mæti skipunarinnar, sér­stak­lega „í ljósi þess að með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­raun til að lög­helga eftir á skipun dómara sem þegar hefði verið metin ó­lög­leg,“ segir Ást­ráður í bréfinu.

Stóla­ballet og hnísu­stökk

Stöðurnar segir Ástráður vera auglýstar vegna þess að dómari við Landsrétt hafi verið skipaður Hæstaréttardómari.

„Þessum til­gangi verður aug­ljós­lega ekki náð með því að færa til mann úr einu em­bætti Lands­réttar­dómara í annað.“

Hann segir jafnframt að ráðning í em­bætti Lands­réttara­dómara árið 2017, sem Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu úr­skurðaði ó­lög­lega og bíður fyrir­töku yfir­réttar dóm­stólsins, hafi skapað vanda sem „verður ekki leystur með slíkum stóla­ballet eða hnísu­stökki.“

Ást­ráður metinn hæfari

Á meðal um­sækj­enda um stöðu Lands­réttar­dómara eru Ás­mundur Helga­son og Ragn­heiður Braga­dóttir sem hafa þegar stöðu Lands­réttar­dómara. Þau voru skipuð af Sig­ríði Ander­sen en dóm­stólar úr­skurðu að skipanin hefði verið ó­lög­leg þar sem gengið hafi verið gegn niður­stöðum hæfis­nefndar.

Ást­ráður var á meðal þeirra sem voru metnir hæfari en Ás­mundur og Ragn­heiður, en var eftir sem áður ekki ráðinn.