Vændiskaupendur í Danmörku gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir nauðgun ef vændiskonan er fórnarlamb mansals.
Þetta segir Trine Baumbach, prófessor í refsirétti við Kaupmannahafnarháskóla. Danska ríkissjónvarpið greinir frá.
Í Danmörku er löglegt að kaupa kynlíf af vændiskonum en ef kynlíf ef vændiskonan er fórnarlamb mansals getur það varðað nokkurra ára fangelsi.
Baumbach segir að ef kaupandi er meðvitaður um að konan sé fórnarlamb mansals þá geti viðkomandi gengið út frá að konan veiti ekki samþykki.
Hafi fólk ekki kannað það fyrir fram geti það verið dæmt fyrir nauðgun að sögn Baumbach. Aðeins sé hægt að dæma fólk sem meðvitað kaupir kynlíf af vændiskonu sem sé fórnarlamb mansals.
„Sem vændiskaupandi verður viðkomandi að ganga úr skugga um að vændiskonan sé samþykk,“ segir Baumbach jafnframt.
Danskur karlmaður sem DR ræddi við er undrandi yfir löggjöfinni en hann hefur keypt kynlíf af vændiskonum í meira en tíu ár og litið á greiðslu sem samþykki vændiskonunnar.
Greint hefur verið frá því í dönskum fjölmiðlum að sífellt fleiri vændiskonur í Danmörku séu fórnarlömb mansals og að mörg fórnarlömbin komi frá Tælandi.