Héraðs­sak­sóknari hefur á­kært karl­mann fyrir nauðgun, kaup á vændi, sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás og frelsis­sviptingu. Þing­festing var í máli hans í Héraðs­dómi Reykja­víkur í dag en þing­hald í málinu er lokað.

Manninum er gefið að sök að hafa keypt vændi í kjallara­í­búð sinni í Reykja­vík í apríl í fyrra. Eftir að vændis­þjónustunni lauk á hann að hafa svipt konuna frelsi í að minnsta kosti þrjár klukku­stundir, á­samt því að nauðga henni.

Í á­kærunni er meintum brotum mannsins lýst þannig að hann hafi þvingað hana til „enda­þarms­maka, munn­maka og til að sleikja á honum enda­þarminn, með því að beita hana of­beldi og ó­lög­mætri nauðung.“

Þá á maðurinn að hafa tekið konuna að minnsta kosti tvisvar sinnum háls­taki á­samt því að hafa slegið hana með þeim af­leiðingum að konan „hlaut brot á augnt­óttar­gólfi og á vanga- og kinn­kjálka­beinum vinstra megin, mar í and­liti, á hálsi og á vinstri upp­hand­legg, húð­blæðingar á hálsi og punkt­blæðingar í and­liti og í slím­húðum augna og í munnslím­húð, og yfir­borðs­á­verka í and­liti og á búk.“

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar, á­samt því að maðurinn greiði konunni miska­bætur upp á sex milljónir króna.