Dánar­dóm­stjóri hefur nú út­skýrt af hverju fjöl­skylda Richard Maed­ge fann ekki lyktina af líkinu hans á meðan það rotnaði inn í skáp á heimili þeirra í Illin­ois.

Eigin­kona Richard, Jenni­fer Maed­ge fann líkið hans Richard inn í skáp á heimilinu, en þar hafði lík Richard legið í átta mánuði eftir að hann hafði tekið sitt eigið líf. Lög­regla hafði tvisvar leitað að Richard á heimilinu án árangurs.

Í marga mánuði hafði Jenni­fer og ná­grannar hennar kvartað undan vondri lykt, sem talið var að væri skólp. Þá voru Jenni­fer og Richard með svo kallaða söfnunar­á­ráttu, sem gerði heimilið nokkurn veginn af rusla­haug. Þar að leiðandi var lyktin aldrei yfir­­gnæfandi fyrir Jenni­fer.

Nú hefur dánar­dóms­stjóri í málinu greint frá á­stæðunni af hverju fjöl­skyldan fann ekki líkið í átta mánuði. Lík Richards var orðið eins og múmía (e. Mummifi­ed), sem þýðir að vökvinn í líkamanum hafi allur þornað upp og því hafi lyktin af líkinu ekki verið jafn sterk.

Jenni­fer sagði í sam­tali við Fox að fjöl­skyldan syrgi nú Richard eftir átta mánuði af ó­vissu og að það sé gott að fá loksins niður­stöðu í málið.