Dánardómstjóri hefur nú útskýrt af hverju fjölskylda Richard Maedge fann ekki lyktina af líkinu hans á meðan það rotnaði inn í skáp á heimili þeirra í Illinois.
Eiginkona Richard, Jennifer Maedge fann líkið hans Richard inn í skáp á heimilinu, en þar hafði lík Richard legið í átta mánuði eftir að hann hafði tekið sitt eigið líf. Lögregla hafði tvisvar leitað að Richard á heimilinu án árangurs.
Í marga mánuði hafði Jennifer og nágrannar hennar kvartað undan vondri lykt, sem talið var að væri skólp. Þá voru Jennifer og Richard með svo kallaða söfnunaráráttu, sem gerði heimilið nokkurn veginn af ruslahaug. Þar að leiðandi var lyktin aldrei yfirgnæfandi fyrir Jennifer.
Nú hefur dánardómsstjóri í málinu greint frá ástæðunni af hverju fjölskyldan fann ekki líkið í átta mánuði. Lík Richards var orðið eins og múmía (e. Mummified), sem þýðir að vökvinn í líkamanum hafi allur þornað upp og því hafi lyktin af líkinu ekki verið jafn sterk.
Jennifer sagði í samtali við Fox að fjölskyldan syrgi nú Richard eftir átta mánuði af óvissu og að það sé gott að fá loksins niðurstöðu í málið.